Keppnin í Domino´s-deildum karla hefst annað kvöld, fimmtudaginn 3. október. Ljónin frá Njarðvík hefja leik á útivelli gegn ÍR í Hertz-hellinum. Við tókum hús á Kristni Pálssyni sem kvaðst spenntur að sýna stuðningsmönnum Njarðvíkur hvað í liðinu býr.
Hvernig fannst þér undirbúningstímabilið hjá liðinu? Mér fannast það ganga ágætlega, eigum klárlega fullt inni en samt ekki nema eitt tap í Glacial-mótinu. Eg er mjög spenntur fyrir tímabilinu og því sem er framundan.
Hvernig líst þér á þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópnum okkar? Ég er bara mjög sáttur, sami kjarni þó að við missum stóran hlekk í liðinu (Elvar) þá opnar það bara meiri séns fyrir aðra til að taka við keflinu.
Njarðvík var spáð 4. sæti í deildinni, hvernig tók liðið þessari spá? Við ætlum okkur auðvitað meira heldur en það en samt sem áður skiljanleg spá. Aftur við missum Elvar sem var okkar stigahæsti maður í fyrra. En ég trúi á hópinn sem við erum með og við stefnum hátt.
Fyrsti leikur á fimmtudag og við byrjum gegn ÍR, hvernig líst þér á þá rimmu? Mér líst vel á þessa rimmu, fáum séns í fyrsta leik til að borga til baka það sem gerðist í síðustu úrslitakeppni þannig menn eru spenntir.
Tímabilið í heild, hvaða skoðun hefur þú á komandi vertíð? Eins og ég segi þá er ég mjög spenntur fyrir komandi tímabili og spenntur að sjá liðið slípast saman. Þetta verður rosalega sterk deild þannig það þýðir ekki að eiga „off“ dag. Og auðvitað er rosalega mikilvægt fyrir okkur að stuðningurinn frá því í fyrra verði á sömu nótum ef ekki betri. Ekkert er hægt án stuðningsmannanna og við bíðum spenntir eftir að fá að sýna stuðningsmönnunum hvað í okkur býr á komandi tímabili.
Eins og áður hefur komið fram er fyrsti leikur okkar Njarðvíkinga á morgun, 5. október gegn ÍR en októbermánuður verður svakalegur, sjá leikjadagskrá okkar í október:
ÍR-Njarðvík – 3. október
Njarðvík-Tindastóll – 10. október
Keflavík-Njarðvík – 18. október
Grindavík-Njarðvík 25. október
#ÁframNjarðvík