KveðjustundPrenta

Sund

Í gær þriðjudaginn 21. júlí hélt Anthony Kattan fráfarandi yfirþjálfari ÍRB af landi brott. Vinir hans og hluti af stjórn Sundráðs hitti hann í hádegismat í flugstöðinni og átti ánægjulega stund. Sundmennirnir höfðu safnað saman undirskriftum allra sem náðist í og færðu honum kort með fallegum texta. Við þökkum Anthony vel unnin störf og góð kynni síðustu fimm ár.