Sigurbjörg Róbertsdóttir fráfarandi formaður Sundráðs ÍRB var kvödd og henni þökkuð óeigingjörn störf í þágu sunddeildanna undanfarin 13 ár á stjórnarfundi í gærkvöld.
Sigurbjörg hefur verið afar öflugur formaður, hún hefur stýrt starfi sunddeildanna með sóma og af alúð. Starf formanns eins og allra annarra stjórnarmanna Sundráðs ÍRB er alfarið sjálboðaliðastarf og við þökkum Sigurbjörgu kærlega fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt af hendi fyrir sunddeildirnar þeim til heilla.
Með þakklætiskveðju,
Stjórn Sundráðs ÍRB.