Kvendómaranámskeið laugardaginn 20. nóvemberPrenta

Körfubolti

Laugardaginn 20. nóvember nk. stendur KKÍ fyrir kvendómaranámskeiði. Leiðbeinandi er FIBA dómarinn Andrada Monika Csender.

Andrada byrjaði sinn dómaraferil 2008 og varð FIBA dómari 2012. Vorið 2014 dæmdi hún sinn fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í EuroCup Women, og hefur síðan dæmt fjóra úrslitaleiki í Euroleague Women. Hún hefur dæmt fjölda úrslitaleikja í heimsmeistarakeppnum yngri landsliða og fengið fjölda viðurkenninga fyrir hæfni sína sem dómari, t.a.m. verið valin dómari ársins síðustu þrjú ár í Danmörku.

Andrada mun ekki sitja auðum höndum í ferð sinni hingað til lands, en hún mun dæma leik Njarðvíkur og Breiðabliks í Subway deild karla fimmtudaginn 18. nóvember og lýsa því hvernig er að vera alþjóðadómari á hádegisfyrirlestri ÍSÍ föstudaginn 19. nóvember.

Við hvetjum alla þátttakendur kvendómaranámskeiðsins til að horfa á leikinn, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og ræða við Andrödu um leikinn á námskeiðinu þann 20. nóvember.

Námskeiðið sjálft verður haldið á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal laugardaginn 20. nóvember kl. 09:00-17:00 og er frítt fyrir allar konur. Námskeiðið verður á ensku og fá allir þátttakendur hádegismat.

Skráning hér