Kvennalið Njarðvíkur á leið í SkagafjörðPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur mæta Tindastól í 1. deild kvenna í dag kl. 16.00. Um hörku slag er að ræða þar sem bæði lið hafa 16 stig í deildinni og hafa unnið hvort sinn leikinn til þessa. Tindastóll vann fyrstu viðureign liðanna í Síkinu 60-52 en Njarðvík vann aðra viðureignina í Njarðtaksgyrjfunni 66-56. Það lið sem vinnur í dag heldur innbyrðisviðureigninni komi til þeirra kasta að lokinni deildarkeppninni.

Eva María Lúðvíksdóttir verður ekki með Njarðvík í dag en hún meiddist á ökkla í síðasta leik gegn ÍR.

#ÁframNjarðvík