Kvennaliðinu spáð toppsætinu – Strákarnir í 6. sætiPrenta

Körfubolti

Þjálfarar, fyrirliðar og formenn allra félaga í efstudeildum komu saman í gær fyrir árlega kynningu og spá Bónusdeildana á komandi leiktíð. Þetta ágæta fólk liðana skelltu í spá fyrir mót bæði karla og kvenna fyrir komandi tímabil og fengu lið okkar ólíka spádóma.

Kvennaliði UMFN var spá toppsætinu og munu sumir líkast til halda fram að ákveðin pressa fylgi því. Einar Árni þjálfari liðsins sagði hinsvegar í viðtali eftir spánna að hún breyti í raun mjög litlu máli. ” Spá er bara spá en við ætlum okkur að vera í toppbaráttu og það er fínt að það hafa fleiri trú á okkur í þeim efnum.” sagði Einar við tilefnið.

Karlalið okkar var svo spáð að enda tímabilið í 6. sæti. Trú á liðinu hefur eitthvað aukist frá því á síðasta ári þegar sama spá setti liðið í 9. sæti. Sú spá rættist ekki því liðið endaði í 3. sæti eða einmitt 6 sætum ofar en spáin. Ef líkum lætur þetta árið eins og í fyrra þá ætti karlalið okkar í raun að enda í 1. sæti. Talandi um pressu!

Spárnar voru kynntar í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu í gær.

Frægasti “Nabli” landins, Andri Eggertsson tók tal á Einari Árna eftir að spáin um 1. sætið var kunngjörð. (Myndband: Visir.is)