Kyle Williams á förum frá NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Bakvörðurinn Kyle Williams og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa lokið samstarfi sínu þetta tímabilið. Kyle mun kveðja félagið á næstu dögum og halda til síns heima.

Kyle kom til liðs við Njarðvík eftir að leiktíðin hófst en innleiðing hans í hópinn gekk ekki að óskum og því ákveðið að hafa ferðalagið ekki lengra að sinni. Kyle sýndi nokkrar góðar rispur en stjórn, þjálfarar og leikmaður skilja í mesta bróðerni.

Stjórn KKD UMFN óskar Kyle velfarnaðar í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í framhaldinu.