Kyle Williams nýr leikmaður í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Kyle Steven Williams. Kyle er 193 cm hár leikmaður sem getur skilað nokkrum stöðum á leikvellinum. Kyle er kominn til starfa og mun mæta á sína fyrstu æfingu með Njarðvíkurliðinu í kvöld.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari sagði að hér færi fjölhæfur bakvörður. „Kyle lék í Englandi á síðustu leiktíð þar sem hann var með rúm 13 stig að meðaltali í leik. Við bindum miklar vonir við að Kyle verði öflugur liðsmaður í að koma okkur aftur á rétt ról í Domino´s-deildinni.“