Þriðjudaginn 6. september næstkomandi heldur barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur opinn kynningarfund á starfsemi vetrarins 2022-2023. Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer fram á 2. hæð í Ljónagryfjunni.
Farið verður yfir helstu þætti í starfseminni og þá verður einnig opið fyrir spurningar foreldra/forráðamanna iðkenda.
Framundan er spennandi vetur og því af nægu að taka á þriðjudagskvöld. Þangað til viljum við minna alla á að skrá iðkendur í Sportabler.
Einnig er hægt að hafa samband við Barna- og unglingaráð UMFN á unglingarad@umfn.is