Landsmót UMFÍ 2017Prenta

Í ár verður unglingalandsmótið haldið á Egilsstöðum dagana 4.-6.ágúst n.k..  Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 11-18 ára.  Mótsgjald er kr. 7.000. og hefur aðalstjórn UMFN samþykkt að endurgreiða gjaldið að fullu þeim sem þátt taka.  Eftir mótið geta aðstandendur sent póst til framkvæmdastjóra umfn@umfn.is með nafni þátttakanda sem og upplýsingum um innleggsreikning og verður gjaldið þá lagt þar inn.

Það er auðvitað von okkar að sem flestir sjái sér fært að fara á mótið þó svo langt sé að fara, en það er alltaf gaman fyrir krakka að vera með á þessum mótum, svo ekki sé minnst á einstaklega fallegt svæði sem Austurlandið er og þá sérstaklega Egilsstaðir, tilvalið fyrir fjölskyldur að ferðast og eiga góðar stundir saman.

Einnig fer fram +50 landsmótið í Hveragerði helgina 23.-25.júní n.k.  Hópur vaskra kvenna og manna hefur undanfarin ár farið á þessi mót vítt og breytt á landinu, og  síðasta sumar var mótið á Ísafirði og lét okkar fólk ekki sitt eftir liggja að skunda þangað.

Hveragerði er frábær staður að heimsækja og verður örugglega fjölmenni þar á mótinu.

 

Nánari upplýsingar um bæði mótin má sjá með því að smella á auglýsingar UMFÍ

 

Bestu kveðjur

Aðalstjórn UMFN