Laneiro leiddi Njarðvík í sigri gegn BlikumPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann góðan 94-79 sigur á Breiðablik í Subwaydeild kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var hraður og jafn í 30 mínútur en okkar konur tóku við stýrinu í fjórða leikhluta og lönduðu tveimur mikilvægum stigum. Lavinia Da Silva var enn fjarverandi sökum meiðsla en vonast er til þess að hún komist á parketið á allra næstu dögum. Raquel Laneiro átti stórleik í gær með 34 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Næsti leikur er á sunnudag í Ólafssal gegn Haukum en hér að neðan má nálgast allar helstu umfjallanir frá viðureigninni í gær:

Karfan.is: Meistarar Njarðvíkur stungu af í fjórða leikhluta

Mbl.is: Ótrúleg frammistaða Raquel

Myndasafn: SBS