Lárus leystur út með blómumPrenta

Körfubolti

Lárus Ingi Magnússon stökk af stað í vikunni og gangsetti söfnun til handa Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í glímu okkar grænna. Söfnunin hefur gengið vel og vill stjórn KKD UMFN koma á framfæri innilegu þakklæti til Lárusar og öllum þeim sem lagt hafa klúbbnum lið við þessar aðstæður.

Nú er svo búið að Kristinn Pálsson er kominn með leikheimild í Njarðvík og hann lét til sín taka á parketinu í kvöld í sigri okkar manna gegn Þór Akureyri (umfjöllun um leikinn). Friðrik Ragnarsson formaður KKD UMFN afhenti Lárusi blómvöndinn fyrir sitt framtak og um leið kom Kristinn Pálsson aðvífandi og smellti góðu knúsi á kallinn.

Við erum afskaplega stolt af framgöngu okkar samfélags í þessu máli sem og mætingunni á leikinn í kvöld en það voru fullir pallar í Ljónagryfjunni, hamborgarar á grillinu og framtíðarleikmenn félagsins tóku þátt í upphitun liðsins. Kvöldin gerast ekki mikið betri en þessi.

Kærar þakkir fyrir okkur!