Lavina með 8 stig í sigri PortúgalsPrenta

Körfubolti

Miðherjinn okkar hún Lavina De Silva gerði 8 stig fyrir Portúgal þegar liðið hafði sigur á Eistlandi í undankeppni Eurobasket 2023.
Lavina er stödd á ferðalagi með portúgalska landsliðinu og næsti áfangastaður er Grikkland.

Lavina kom inn af bekknum fyrir Portúgali og skoraði 8 stig á tæpum 20 mínútum en hún var einnig með 3 fráköst og 2 stolna bolta. Næsti leikur er í Grikklandi á sunnudag en Grikkir lögðu Breta 73-66 í fyrsta leik G-riðils.

Við á heimasíðunni sendum Lavinu baráttukveðjur fyrir átökin í Grikklandi og sömuleiðis okkar konum í íslenska A-landsliðinu sem gerðu vel í gær gegn Rúmeníu og voru nærri sigri. Á sunnudag eru svo okkar konur á ferðinni í Ólafssal þegar Ungverjar mæta í heimsókn. Það verður hörku slagur og við hvetjum því alla að mæta og styðja við bakið á íslenska landsliðinu.

#StelpurÍkörfu