Lavinia Da Silva frá næstu 2-4 mánuðiPrenta

Körfubolti

Miðherjinn Lavinia Da Silva verður frá leik næstu 2-4 mánuði vegna axlarmeiðsla. Högg fyrir Íslandsmeistara Njarðvíkur enda stór karakter inni í hópnum eins og Rúnar Ingi þjálfari komst að orði.

„Lavínía fór úr axlarlið í landsleik Portúgal og Bretlands 24.nóvember síðastliðinn. Hún fór í myndatöku í Lisbon og fyrir helgina fengum við niðurstöðurnar að hún er frá í 2-4 mánuði. Eftir samtal við portúgalska sambandið og Lavíníu var ákveðið að hún færi til Lisbon á næstu dögum og myndi fá endurhæfingu þar og mun koma aftur til okkar þegar hún er reiðubúin,” sagði Rúnar Ingi í samtali við umfn.is

Hvenær nákvæmlega mætti búast við því að Lavinia kæmi aftur til félagsins sagði Rúnar ekki svo gott að spá um akkúrat núna. „En við erum bjartsýn og vonum það allra besta. Hún er bæði virkilega öflugur leikmaður og mjög stór karakter inni í hópnum sem við munum sakna.”