Leiðin liggur að Lagarfljóti í dagPrenta

Körfubolti

Karlalið Njarðvíkur er á leið sinni austur að Lagarfljóti þar sem liðið mætir Hetti í 32 liða úrslitum Geysisbikarkeppninnar í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Egilsstöðum og verður í beinni útsendingu á Youtube-rás Hattar

Alls eru fimm leikir í 32 liða úrslitum Geysisbikarsins í dag en þeir eru:

Skallagrímur – Sindri
Höttur – Njarðvík
Hamar – Grindavík
Breiðablik – ÍR
Snæfell – Þór Akureyri

Þá leikur stúlknaflokkur Njarðvíkur í Njarðtaks-gryfjunni kl. 15 í dag þegar liðið tekur á móti Tindastól.