Bandaríski bakvörðurinn Brandon Averette hefur leikið sinn síðasta leik með Njarðvík á þessari leiktíð. Stjórn ákvað að fara aðrar leiðir og því hefur samningi leikmannsins verið sagt upp.
Njarðvík þakkar Brandon kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins en hann var með 17,8 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik þá 13 leiki sem hann spilaði fyrir félagið.
Von er á því á næstunni að eftirmaður Averett verði kynntur til leiks en framundan eru eintómir úrslitaleikir hjá okkar mönnum í baráttunni fyrir því að vinna sér inn sæti í úrslitakeppni Bónusdeildarinnar.
Mynd/Gunnar Jónatansson