Leikdagur: Fjölnir-Njarðvík fyrsti leikur undanúrslitannaPrenta

Körfubolti

Undanúrslitaeinvígi okkar gegn Fjölni hefst í Subwaydeild kvenna í kvöld. Leikurinn verður kl. 18:15 í Dalhúsum í Grafarvogi og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit deildarinnar og í seríunni hefur Fjölnir heimaleikjaréttinn þar sem þær urðu deildarmeistarar en okkar konur höfnuðu í 4. sæti.

Deildarleikir liðanna fóru 3-1 fyrir Njarðvík en eins og margir segja að þá er nú hafið nýtt mót þar sem allt er undir og lítið hægt að stóla á fyrri úrslit. Stuðningurinn í stúkunni er sjötti maðurinn á vellinum svo endilega verum dugleg að mæta í grænu og styðja okkar lið í baráttunni því nú er heldur betur fjör framundan.

ÁframNjarðvík

Leikir seríunnar:
1) Fjölnir – (4) Njarðvík

Leikur 1 – 4. apríl 18:15 (Dalhús)
Leikur 2 – 7. apríl 20:15 (Ljónagryfjan)
Leikur 3 – 10. apríl 18:15 (Dalhús)
Leikur 4 – 13. apríl 20:15 (Ljónagryfjan) *ef með þarf
Leikur 5 – 16. apríl 18:15 (Dalhús) *ef með þarf