Strákarnir halda í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og mæta þar heimamönnum í KR.
Leikurinn sem er í sjöundu umferð Bónus deildar karla hefst klukkan 19:30.
KR-ingar eru með 4 sigra eftir 6 leiki og eru í fjórða sæti deildarinnar meðan okkar menn eru í því níunda með 2 sigurleiki.
Strákarnir eru staðráðnir í að koma sér á sigurbraut og þurfa til þess stuðning úr stúkunni, því hvetjum við Njarðvíkinga til að fjölmenna á pallana í Vesturbænum í kvöld!
Áfram Njarðvík!
