Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í Bónusdeild kvenna í kvöld í tíundu umferð deildarkeppninnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í IceMar-Höllinni.
Stelpurnar geta styrkt stöðu sína á toppi Bónus deildarinnar með sigri í kvöld, en þær eru jafnar Val og Keflavík að stigum, en eiga leikinn í kvöld inni á þau lið.
Því hvetjum við Njarðvíkinga til að fjölmenna í IceMar höllina í kvöld og styðja okkar konur til sigurs gegn sprækum Stjörnustelpum.
Áfram Njarðvík!
