Njarðvík tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Bónusdeild karla í kvöld kl. 19:00 í tíundu umferð deildarinnar. Þetta er síðasti heimaleikur okkar manna fyrir jól því eftir kvöldið í kvöld er svo útileikur 18. desember gegn Keflavík.
Það er ekkert leyndarmál að stigin tvö sem eru í boði í kvöld eru rándýr og því hvetjum við alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn.
Það verður líka mikið um dýrðir hjá iðkendum félagsins í miniboltanum fyrir leik þar sem jólaskemmtun unglingaráðs fyrir iðkendur í minibolta og þeirra fjölskyldur fer fram. Fjörið hefst 17.00 í IceMar-Höllinni með diskóljósabolta og svo verður farið í sundlaugarpartý og beint á leik þar sem allra bíða pylsur og ís á jólatilboði.
Frábær fjölskylduskemmtun í vændum í IceMar-Höllinni og hörkuleikur – sjáumst í kvöld!
Allir á völlinn.
Áfram Njarðvík!