Í sumar tók Körfuknattleikssamband Íslands upp nýtt kerfi og kallast það GAMEDAY. Eins og margir voru eflaust orðnir vanir mátti nálgast lið og leiki dag hvern á heimasíðu KKÍ en nú er það gert í gegnum kerfi sem kallast GAMEDAY.
Þegar þetta er ritað stendur enn yfir vinna hjá KKÍ við að koma kerfinu að fullu í gagnið en fyrir þá sem vilja fylgjast með leikjum og tíma- og dagsetningum þeirra er hægt að hala niður GAMEDAY-appinu hér.
Hér má svo nálgast leiðbeiningar um það hvernig best er að skoða leikjadagskrá í appinu. Þegar fram líða stundir verður einnig hægt að fylgjast með lifandi stöðu í leikjum í appinu, en það mun gerast í þeim leikjum þar sem notast verður við rafræna leikskýrslu.
Frekari umfjöllun og nánari kynningar á þessu nýja kerfi eru væntanlegar frá KKÍ en þangað til er fólk hvatt til þess að kynna sér appið og leiðbeiningarnar við notkun þess.