Leiktíð lokið: Þökkum stuðninginnPrenta

Körfubolti

Þá er leiktíðinni lokið í Domino´s-deild karla hjá Njarðvíkingum. Íslandsmeistarar KR reyndust of stór biti fyrir okkar menn þetta skiptið, serían 3-0 KR í vil sem halda áfram í undanúrslit en við græn setjumst nú að teikniborðinu á nýjan leik og hefjum þegar undirbúning fyrir næstu leiktíð.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir stuðninginn við karlaliðið á tímabilinu. Án jafn öflugra samstarfsaðila, annarra velunnara og stuðningsmanna væri þetta ekki hægt. Kærar þakkir öllsömul fyrir ykkar liðsinni.

Félagið á aðeins einn leik eftir og hann er á morgun þegar kvennaliðið mætir Keflavík í Ljónagryfjunni kl. 16.30 og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest.

Mynd/ Bára