Leiktíðin hefst á stórleik í Grindavík: Njarðvík spáð 6. sætiPrenta

Körfubolti

Tímabilið í Bónusdeild karla hófst í gærkvöldi en í kvöld eru það Njarðvíkurljónin sem hefja leik og það á útivelli gegn Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 í HS Orku höllinni í Grindavík og heimamenn hafa tjaldað öllu til. Það er frítt á leikinn og því ráð að mæta snemma og mæta í grænu að sjálfsögðu!

Okkar menn lögðu land undir fót á undirbúningstímabilinu og tóku æfingaferð í Króatíu þar sem hópurinn þjappaði sér vel saman. Í aðdraganda vertíðarinnar var svo haldinn hinn árlegi blaðamannafundur KKÍ þar sem Njarðvík var spáð 6. sæti í deildinni og nú skulum við bara láta reyna á hæfni þessara spámanna.

Ársmiðasalan á heimaleikina okkar í IceMar-Höllinni er í fullum gangi en ársmiðarnir eru seldir á Stubbur app: https://stubb.is/njardvik/passes

Hér má svo nálgast leikmannalistann okkar fyrir tímabilið en eins og áður hefur komið fram þá þurfti vinur okkar Carlos Mateo að biðjast lausnar undan samningi af persónulegum ástæðum og Julio De Assis kom í hans stað.

Njarðvík 2025-2026

Róbert Sean Birmingham
Dwayne Lautier-Ogunleye
Veigar Páll Alexandersson
Kristófer Mikael Hearn
Brandon Averette
Snjólfur Marel Stefansson
Sigurbergur Ísaksson
Brynjar Kári Gunnarsson
Sigurður Magnússon
Guðmundur Aron Jóhannesson
Mario Matasovic
Isaiah Coddon
Dominykas Milka
Bóas Orri Unnarsson
Julio De Assis