Leiktíðin hefst í kvöld! Njarðvík mætir í ÓlafssalPrenta

Körfubolti

Keppni í Subway-deild kvenna hefst í kvöld þegar leikin verður heil umferð. Okkar konur í Njarðvík fá heldur betur myndarlegt verkefni í þessari fyrstu umferð þegar liðið mætir nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Ólafssal.

Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en hér má sjá alla leiki kvöldsins:

18:15 Fjölnir – Breiðablik
19:15 Keflavík – Skallagrímur
19:15 Grindavík – Valur
20:15 Haukar – Njarðvík

Kynningarfundur Subway-deildarinnar fór fram í gær þar sem fyrirliðar og formenn í deildinni spáðu okkar konum 5. sæti. Karfan.is ræddi einnig við Rúnar Inga Erlingsson þjálfara liðsins en viðtalið við hann sem og leikmannalista Njarðvíkur má sjá hér að neðan: