Leikur fjögur á laugardagPrenta

Körfubolti

Njarðvík minnkaði muninn í 1-2 í undanúrslitaeinvíginu gegn Tindastól í gærkvöldi. Mögnuð frammistaða hjá okkar mönnum leidd áfram af herforingjanum Hauki Helga Pálssyni sem skoraði 20 stig og tók 3 fráköst í bland við granítharða varnarframmistöðu. Lokatölur 109-78!

Leikur fjögur verður í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 29. apríl og óhætt að segja að þar verði einhver lætin. Miðasala er þegar hafin á Stubbur-app og hvetjum við Njarðvíkinga til þess að vera fljótir að tryggja sér miða.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir um leikinn í gær:

VF.is: Ljónin bitu frá sér

Vísir.is: Njarðvíkingar grípa í líflínu

Vísir.is: Þurfti bara að taka til í hausnum

Mbl.is: Njarðvík valtaði yfir Tindastól

Mbl.is: Létum bara vaða og keyrðum á þá

Karfan.is: Njarðvík skellti Tindastól og minnkaði muninn í 1-2

Karfan.is: Þetta verður bara barátta út í eitt

Karfan.is: Þurfum bara að spila okkar körfubolta á móti þeim og sjá hvað kemur