Við Njarðvíkingar fengum því miður ekki að sjá sópinn á lofti í kvöld þegar Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í úrslitaeivíginu í 1. deild kvenna. Lokatölur voru 63-68 fyrir gestina þar sem sóknarleikur okkar kvenna hikstaði verulega í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Chelsea Jennings var stigahæst í kvöld með 21 stig og 5 fráköst og Helena Rafnsdóttir bætti við 19 stigum og tók 8 fráköst.
Rimman er orðin æsispennandi enda hafa leikir tvö og þrjú verið miklir spennuslagir. Því viljum við nýta tækifærið og þakka kærlega fyrir þennan öfluga stuðning í stúkunni, hann skiptir öllu máli! Græna hafið lætur sig ekki vanta í Grindavík á miðvikudag.
Áfram Njarðvík!