Úrslitaleikur Njarðvík og Víðis í B deild Lengjubikarsins hefur verið fluttur af Njarðtaksvelli yfir í Reykjaneshöll. Einnig hefur leiknum verið flýtt frá kl. 19:00 til 18:40.
Ástæða þessa er að leikurinn er fluttur inn er vegna þess að völlurinn er það blautur og viðkvæmur eftir snjó og rigningar að undanförnu.
NJARÐVÍK – VÍÐIR
þriðjudaginn 2. maí kl. 18:40
Reykjaneshöll
Dómari Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómari 1 Helgi Sigurðsson
Aðstoðardómari 2 Egill Guðvarður Guðlaugsson