Leitin að sigri heldur áframPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur máttu fella sig við 67-81 ósigur gegn Breiðablik í Domino´s-deild kvenna í dag. Shalonda Winton var atkvæðamest í leiknum með 32 stig, 17 fráköst og 3 stoðsendingar.

Okkar konur leiddu í hálfleik 34-32 en góður þriðji leikhluti Blika kom þeim á sporið og þá var ekki aftur snúið. Margir góðir og ljósir punktar í leiknum hjá Njarðvíkurliðinu og það styttist óðfluga í fyrsta sigurinn!

Þökkum þeim sem mættu á völlinn í dag og studdu við bakið á Njarðvíkurliðinu, sjáumst á næsta leik!

Myndasafn úr leiknum
Tölfræði leiksins
Umfjöllun karfan.is um leikinn

Mynd/ Hrund Skúladóttir átti nokkra lipra spretti í dag.

 

sparrilogo