Fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum í ár og það eru sjálfir Íslandsmeistarar Vals sem við heimsækjum á Valsvöll í dag kl. 18:00. Þessi leikur var á dagskrá í gær en var frestað vegna veðurs. Veðurspáin í dag kl. 18:00 hljóðar uppá suðaustan 3 m, lítilsháttar snjókoma og 5 stiga frost. Þetta er nú ekki þær aðstæður sem við eigum að venjast en látum okkur hafa það.
Við lékum síðast við Valsmenn æfingaleik fyrir tæpu ári við svipaðar aðstæður og þá unnu heimamenn okkur 7 – 0. Við hvetjum stuðningsmenn okkar að búa sig vel og mæta á Valsvöllinn og hvetja okkar lið.