Lið vinna samanPrenta

Sund

Síðasta laugardag var haldinn sameiginlegur æfingadagur hér í lauginni okkar þar sem sundmenn frá ÍRB, Akranesi og Aftureldingu æfðu saman. Þjálfararnir Kjell (yfirþjálfari á Akranesi) og Salóme (yfirþjálfari aftureldingar) komu með hóp sundmanna sem æfðu með okkur á tveimur æfingum þennan dag. Með þeim var einnig Amanda þjálfari sem var áður þjálfari á Selfossi og síðar Ármanni en hún tekur fljótlega við yfirþjálfarastöðu hjá Aftureldingu.; Næstum allir sundmenn í efstu hópunum tveimur mættu á a.m.k aðra æfinguna en sérstaklega var góð mæting á morgunæfinguna. Það var frábært að sjá sundmenn úr þessum liðum æfa sama, spjalla og gefa hvort öðru góð ráð. Liðin tóku svo einnig þátt í AMÍ grillveislu ÍRB í Sólbrekkuskógi í hádeginu og var dagurinn afar ánægjulegur.; Takk allir sem tóku þátt :); Gangi ykkur vel á AMÍ!