Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks kvenna 2020-2021
Þá er leiktíðin hafin í 1. deild kvenna og Njarðvíkurkonum hefur verið spáð góðu gengi í deildinni. Það er þá sama uppi á teningnum og á síðustu leiktíð og í höndum liðsins hvort þær láti spánna rætast eða trufla sig. Vertíðin hófst 18. september á viðureign Ármanns og Hamars/Þórs þar sem Ármenningar höfðu 57-51 sigur og í kvöld mætast Fjölnir b og Grindavík en okkar konur í Njarðvík leika sinn fyrsta leik einmitt gegn Fjölni b næstkomandi laugardag í Njarðtaksgryfjunni kl. 16.00.
Breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu frá síðustu leiktíð en Rúnar Ingi Erlingsson tók við þjálfun kvennaliðsins af Ragnari H. Ragnarssyni og Rúnari til aðstoðar í vetur verður Lárus Ingi Magnússon. Lárus var m.a. aðstoðarþjálfari Sverris Þórs Sverrissonar 2012 þegar kvennalið Njarðvíkur vann bæði bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins.
Þá hafa þær Erna Freydís Traustadóttir, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir og Joules Jordan lagt skónna á hilluna, vonandi tímabundið og Elfa Falsdóttir sem kom á miðju síðasta tímabili í Njarðvík hefur sagt skilið við Gryfjuna.
Í sumar samdi Njarðvík við hina bandarísku Ashley Grey en hún fer í baráttuna í námunda við körfuna og leysir stöður 4-5 á vellinum. Grey er 24 ára gömul frá Seattle í Bandaríkjunum en hún útskrifaðist frá Portland University og á að baki m.a. eitt ár í atvinnumennsku með Speyer í Þýskalandi.
Ráðning Grey sendir skýr skilaboð því Njarðvík ætlar sér sigur í 1. deild og komast á ný í deild þeirra bestu þar sem leikmenn, þjálfarar og stjórn eru einróma sammála um að liðið eigi heima.
Síðustu tvö leiktímabil hafa ungir og efnilegir leikmenn tekið við keflinu í Njarðtaksgryfjunni og hafa þær fengið mikilvæga reynslu í meistaraflokki síðustu misseri og notið góðs af fulltyngi eldri og reyndari leikmanna á borð við Ernu, Júlíu og Þuríði. Grey færir hópnum enn meiri reynslu og er ætlað að stórt og mikið hlutverk innan liðsins.
Við vitum öll að stuðningurinn í stúkunni er sjötti maðurinn inni á vellinum og því hvetjum við Njarðvíkinga til að vera duglegir að mæta á völlinn og styðja Njarðvíkurkonur til sigurs.
Leikjadagskrá liðsins í vetur (fylgist einnig með á kki.is því leiktímar og leikdagar kunna að breytast):