Sjöundi flokkur fór á laugardaginn í Hveragerði og tók þátt í Freyjumóti Hamars sem leikið var í Hamarshöllinni sem er uppblásin. Mikið fjör var að sjálfsögðu en Njarðvík mætti með 38 stráka í mótið. Hjá okkur í 7. Flokki æfa núna um 45 strákar undir stjórn Inga Þórs Þórissonar. Myndirnar sem fylgja er teknar af foreldrum drengjanna.