Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður líflegur í Ljónagryfjunni þar sem boðið verður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Við hefjum leik kl. 11.00 á skemmtilegu fjölskyldubingói þar sem ágóðinn rennur til landsliðsverkefna yngri landsliðsleikmanna Njarðvíkur. Að bingó loknu verður karnivalstemmning og svo á slaginu 14.00 hefst hið margrómaða kaffisamsæti í Njarðvíkurskóla.
Glæsilegir vinningar verða í boði í bingóinu þar sem besti bingóstjóri landsins, Aggi, mun stýra fjörinu af sinni einskæru snilld. Beint eftir bingó þá verður í boði fyrir alla að prófa skemmtilega karnival-leiki eins og stígvélakast, cornhole, skotkeppnir og margt fleira.
Kaffisamsætið verður svo drekkhlaðið glæsilegum kræsingum frá stuðningsmönnum og velunnurum körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Frábær þjóðhátíðardagur í uppsiglingu í Ljónagryfjunni – ekki láta þig vanta!
Viðburður: 17.júní bingó og karnival
Viðburður: Kaffisamsæti í Njarðvíkurskóla