Líf sundmannsins-Ingi Þór, Sylwia og Sunneva DöggPrenta

Sund

Þrír af afrekssundmönnum ÍRB gefa okkur hér innlit í líf sundmanna, það voru þau Ingi Þór, Sunneva Dögg og Sylwia sem rituðu þessa grein.; Á seinustu fimm árum hefur sundfélag ÍRB náð gríðalega miklum árangri og unnið til fjölmargra verðlauna. Ýmsar breytingar voru gerðar til að bæta árangur liðsins.Við byrjuðum á því fjölga æfingum okkar. Fyrir marga var þetta stórt og erfitt skref, fyrir suma var þetta hreinlega of stórt skref og þeir hættu. Þeir sem héldu áfram sáu smám saman mun á því hvað þeim gekk betur á æfingum og mótum.; Flest alla morgna vöknum við á milli kl. 4:30 og 5:00. Morgunæfingar byrja á slaginu kl. 5:30 og standa yfir í tvo tíma. Þessir tveir tímar geta orðið mjög erfiðir og þreytandi en líka mjög léttir og skemmtilegir. Við höfum ekki val um það hver syndir með okkur á brautinni og þá skiptir miklu máli að allir hafi gott viðhorf til æfinganna því það smitar út frá sér. Þó er það ekki þannig að allir séu jákvæðir, leggi sig allan fram og hvetji aðra sundmenn. Sannleikurinn er sá að hluti af hópnum kemur á æfingar og hefur mjög neikvætt og niðurdrepandi viðhorf alla æfinguna. Þetta dregur alla í kringum manneskjuna niður. Meirihluti hópsins kemur þó á æfingar, reynir að ná tímunum sínum, spáir aðeins í það sem hann er að gera og veltir því fyrir sér hvað hægt sé að gera betur. Þessi krakkar hafa oftast jákvæð áhrif á hópinn og hvetja aðra sundmenn til þess að standa sig vel, hvort það sem er í erfiðum eða léttum settum.; Oftast höfum við um lítinn sem engan tíma til að gera okkur tilbúin fyrir skólann. Skólinn byrjar upp úr kl. 8:00 hjá flestum og er búinn á milli kl. 14:00 til 16:00. Á milli æfinga þurfum við að passa upp á að við séum búin að nærast vel og að drekka nóg. Þetta er mjög mikilvægt því ef þetta klúðrast þá eigum við erfiðara með að standa okkur vel á seinniparts æfingunum. Þær æfingar standa yfir í tvo tíma og er oftast búnar um kl. 19:00-20:00. Þær eru yfirleitt erfiðari en morgunæfingarnar. Þá erum við að vinna meira að því að ná Target tímum okkar. Target tímar eru milli tímarnir sem hver og einn einstaklingur reynir að ná í samræmi við þann markmiðstíma sem hann hefur sett sér. Einu sinni í viku gerum við svo áskorunnar æfingu sem eru aðallega á fimmtudögum. Þær æfingar byrja á móts upphituninni okkar. Eftir hana fáum við áskorun frá Anthony. Áskoranirnar geta verið mismunandi, alveg frá hópavinnu yfir í einstaklings vinnu. Á þeim æfingum erum við oftast búin fyrr. Það fyrsta sem við gerum þegar við komum heim af æfingu er að borða. Ef það er eitthvað sem þarf að læra þá byrjum við á því eftir matinn. Eftir langan og erfiðan dag er næst á dagskrá að fara að sofa. Það er mikilvægt að ná góðum svefn og því fara flestir að sofa á milli kl. 20:30 og kl. 22:00.; Að vera yfirþjálfari ÍRB er örugglega mjög krefjandi starf. Hann þarf að sinna fjölmörgum þáttum sem tengjast sundinu. Til dæmis er einn af veggjum sundaugarinnar þakinn upplýsingum fyrir okkur t.d. lágmörk yfir í næsta hóp, XLR8 stig, FINA stig, bestu tímar, Split reiknivél, hvatningar tilvitnanir, lágmörk fyrir landsliðs verkefni og mót hér á landi, markmiðs plön og fleira. Anthony þarf að búa til allar æfingar og passa upp á rétta tímasetningu fyrir uppbyggingu stór mótanna. Einnig þarf hann að gera ráð fyrir rauðum dögum. Hann hefur fleiri æfingar í boði en samningurinn hans segir til um. Síðast en ekki síst passar hann vel upp á okkur.; Tvisvar höfum saman farið út á stórmót í Luxemborg. Þar fengum við að ræða við sumar af stærstu stjörnum sundheimsins og fengum ráð um hvernig við getum bætt okkur. Allir sögðu það sama. Til þess að verða góður í sundi þarftu að vera tilbúin að fórna miklum tíma í sundlauginni. Hver mínúta er mikilvæg, hvert sundtak er mikilvægt, engin tími er fyrir meðalmennsku. Á hverri æfingu er tækifæri til þess að bæta annað hvort tækni eða hraða, þetta eru tækifæri sem þú færð ekki til baka. Í endalok æfingarinnar er spurning sem þú ættir að spyrja sjálfan þig. Gerðir þú þitt besta? Hvað var það sem þú gast gert betur? Ef árangursþorstinn er mikill þá spyrðu þig að þessu. Eins og þið sjáið að þá er sund mjög krefjandi og erfið íþrótt. En þetta er þess virði. Vinahópur sem myndast, verður eins sterkur og hægt er að hafa hann. Hægt er að segja að þetta sé hluti að fjölskyldu okkar. Einnig lærum við mikið um veg lífsins, það koma erfiðir og góðir tímar í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. „The road to glory is never easy“; Ingi, Sunneva og Sylwia