Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir og Júlía Scheving Steindórsdóttir hafa báðar framlengt samningum sínum við kvennalið Njarðvíkur. Linda Þórdís sem er kraftframherji/miðherji kom til liðs við okkur í Njarðvík á miðri síðustu leiktíð en hún er Skagfirðingur að upplagi.
Linda er 19 ára og var með 5,8 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik í 15 leikjum fyrir UMFN. Júlía Scheving Steindórsdóttir er 19 ára gamall framherji sem var með tvö stig og 3,1 frákast að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Við fögnum því vel og innilega að hafa Júlíu og Lindu áfram í grænu á næstu leiktíð.
Myndir/ Efri mynd Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir verður áfram í Ljónagryfjunni á næstu leiktíð og þá heldur Júlía á neðri myndinni áfram vegferð sinni með félaginu.