Lisandro Rasio leikur með UMFN á komandi leiktíðPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við framherjann Lisandro Rasio um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Lisandro er 31 árs og kemur frá Argentínu. Þessi 198 cm framherji hefur lengst um leikið í heimalandinu ásamt öðrum deildum í Suður Ameríku svo sem Bólivíu, Síle, Úrúgvæ og Venesúela. Á síðustu leiktíð lék Lisandro með Montecatini Terme í ítölsku 4. deildinni þar sem hann var valinn leikmaður ársins í Tosccana riðlinum (seria C).

Lisandro er að spila í sumar í Venesúela og kemur til landsins um miðjan september.