Ljónagryfjan í kvöld: Njarðvík-HötturPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Hetti í kvöld í Subway-deild karla kl. 19:15. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs.

Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu deildarleiki sína til þessa. Njarðvík með sigur gegn Stjörnunni og Haukum á útivelli en Höttur hefur haft betur gegn Grindavík og Breiðablik. Það er því ljóst að eftir kvöldið er annað liðið að tylla sér á topp deildarinnar.

Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna á leikinn í kvöld. Jafnast fátt á við föstudagskvöld í Ljónagryfjunni, besta skemmtistað bæjarins.

Áfram Njarðvík!