Ljónin mæta í Garðabæ í kvöld!Prenta

Körfubolti

Keppni er hafin í Domino´s-deild karla á nýjan leik eftir bikar- og landsleikjahlé. Njarðvíkingar fá nú tækifæri til að kvitta fyrir niðurstöðuna í Laugardalshöll þegar við höldum til Garðabæjar og mætum Stjörnunni í toppslag deildarinnar kl. 19:15. Eins og öllum ætti að vera ljóst er gríðarlega mikið í húfi í kvöld og allir Njarðvíkingar hvattir til að mæta í Garðabæ, grænir og vænir að sjálfsögðu!

Toppsætið er okkar og það er nákvæmlega enginn vilji til að gefa það eftir, miklu frekar spýta í lófana! Ljónin með 30 stig á toppnum en Stjarnan í 2. sæti með 28 stig. Fyrri leikur liðanna í deild var tvíframlengdur spennuslagur sem við unnum með fjögurra stiga mun. Njarðvíkingar fjölmennum, stuðningurinn skiptir öllu máli!

#ÁframNjarðvík