Keppni í Bónus-deild karla hefst í kvöld og eru fjórir leikir á dagskránni. Allir hefjast þeir kl. 19:15 en okkar menn í Njarðvík leggja leið sína í Þorlákshöfn og mæta Þór í þessari fyrstu umferð.
Leikir kvöldsins 3. október í Bónus-deild karla:
Þór Þorlákshöfn-Njarðvík
Tindastóll-KR
Álftanes-Keflavík
Haukar-Höttur
Við hvetjum Njarðvíkinga til að taka sér góðan fimmtudagsbíltúr í Þorlákshöfn og styðja okkar menn. Fyrsti heimaleikurinn er svo 12. október næstkomandi gegn Álftnesingum.
Eins og flestum er kunnugt hafa orðið nokkrar breytingar á liðinu frá síðustu leiktíð en í sumar tók Rúnar Ingi Erlingsson við stjórn liðsins og honum til aðstoðar í vetur er Logi Gunnarsson. Við höldum sterkum kjarna fyrir komandi átök og bíðum spennt eftir að fá alla Njarðvíkinga í fjörið á nýjum heimavelli.
Í kvöld verður Skiptiborðið í gangi hjá Stöð2 Sport en leikur Þórs og Njarðvíkur verður líka í beinni á Stöð2 Sport 5.