Njarðvík mætir Þór Þorlákshöfn í 16. umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld kl. 19.15. Fyrir leik kvöldsins eru okkar konur með 20 stig í 4. sæti deildarinnar en Hamar/Þór Þ. með 10 stig í 8. sæti deildarinnar.
Við hvetjum Njarðvíkinga að renna í Þorlákshöfn og styðja okkar konur til sigurs. Þeir sem ómögulega komast af stað geta fylgst með leiknum á Bónus-rásinni á Stöð 2 Sport.
Með leiknum í kvöld eru aðeins þrír leikir eftir í venjulegri deildarkeppni áður en deildinni verður skipt upp. Þessir þrír leikir hjá Njarðvík eru í kvöld gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn, Val og Þór Akureyri.
Þess má geta að í kvöld verður fyrsti leikurinn hjá nýjasta liðsmanni okkar henni Paulina Hersler og verður fróðlegt að sjá hvernig hún blandast saman við hópinn.
Áfram Njarðvík!