Næsti leikur í IceMar-höllinni er á þriðjudag 15. október þegar Njarðvík og Tindastóll mætast í Bónus deild kvenna. Tindastólskonur eru nýliðar í deildinni en hafa þegar náð í öflug úrslit með sigri á Stjörnunni í síðustu umferð.
Þetta verður fyrsti leikur kvennaliðsins í IceMar-Höllinni og því býður Njarðvík öllum sínum iðkendum og foreldrum iðkenda frítt á leikinn en einnig verður pylsa og svali í boði fyrir iðkendur frá aðalstjórn.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á þriðjudag og má tryggja sér miða á stubb.is eða Stubb appinu.