Fjórðu umferð í Bónus-deild kvenna lýkur í kvöld þegar Njarðvík heimsækir Hauka í Ólafssal kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport en við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á þennan stórleik.
Okkar konur hafa 2 stig eftir þrjár umferðir en Haukar eru taplausar með sigra gegn Stjörnunni, Aþenu og Hamar/Þór Þorlákshöfn. Það verður snúið að ná í tvö stig í Ólafssal en með öflugum stuðningi á pöllunum ætla okkar konur sér að færa Haukum sinn fyrsta ósigur á tímabilinu.
Við minnum á að ársmiðasalan er enn í fullum gangi og lýkur mánaðarmótin október-nóvember. Nálgist ársmiðana hér.