Ljónynjur úr leik í bikarnumPrenta

Körfubolti

Njarðvík er úr leik í VÍS bikarkeppni kvenna eftir tap í spennuleik gegn Fjölni. Lokatölur voru 65-60 Fjölni í vil í Dalhúsum. Allyah Collier fór fyrir Njarðvíkurkonum í kvöld með 30 stig, 12 fráköst og 7 stolna bolta.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Fjölniskonur reyndust sterkari á lokasprettinum. Njarðvíkurliðið fór helst til of óvarlega með boltann í kvöld og það reyndist dýrt í jafn naumum slag.

Þær Júlía Scheving og Krista Gló léku ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Tölfræði leiksins
Myndasafn