Ísland hafði góðan sigur á Belgíu í æfingaleik í Smáranum í gær. Lokatölur voru 83-76 Íslandi í vil. Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson voru í liðinu í gær.
Logi gerði 10 stig í leiknum og Elvar Már bætti við 5 stigum og 7 stoðsendingum. Annar leikur liðanna fer fram á Akranesi á morgun 29. júlí þar sem Logi og Ragnar Nathanaelsson verða báðir í liðinu.
Mynd Karfan.is/ Bára Dröfn – Elvar Már í Smáranum í gær.