Logi leikmaður umferðarinnarPrenta

Körfubolti

Annarri umferð í Domino´s-deild karla er lokið. Fyrirliðinn okkar Logi Gunnarsson var valinn leikmaður umferðarinnar í gærkvöldi þegar Kjartan Atli Kjartansson og félagar gerðu upp þessa aðra umferð í Domino´s Körfuboltakvöldi.

Þáttarstjórnendur Körfuboltakvölds höfðu það sérstaklega á orði að það væri kannski fremur óvenjulegt að leikmaður í tapliði væri leikmaður umferðarinnar en þeir kváðust ekki hafa getað horft fram hjá frammistöðu fyrirliðans sem var nánast búinn að leggja Hauka að velli með frammistöðu sinni.

Lið umferðarinnar:

Dagur Kár Jónsson – Grindavík
Tyler Sabin – KR
Logi Gunnarsson – Njarðvík
Sinisa Bilic – Valur
Dominykas Milka – Keflavík

Leikmaður umferðarinnar: Logi Gunnarsson

Næst á dagskrá hjá okkar mönnum í Njarðvík er ferð norður í Skagafjörð þar sem við mætum Tindastól kl. 20:15.

#ÁframNjarðvík