Logi með gegn Val í kvöldPrenta

Körfubolti

Ljónin frá Njarðvík mæta Valsmönnum í Domino´s-deild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Origo-höllinni að Hlíðarenda og við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í höfuðstaðinn og styðja græna til sigurs.

Þá er gaman að greina frá því að fyrirliðinn okkar Logi Gunnarsson mætir aftur til leiks í kvöld eftir fjarveru vegna meiðsla.

Okkar menn eru að koma af seiglusigri úr síðustu umferð gegn sterku liði Þórs úr Þorlákshöfn og Valsarar fóru í framlengdan leik sem tapaðist í Síkinu svo það er von á hörkuleik í bænum í kvöld.

Staðan í Domino´s-deild karla

Nr. Lið U/T Stig
1. Njarðvík 12/1 24
2. Tindastóll 11/2 22
3. Stjarnan 9/4 18
4. KR 9/4 18
5. Keflavík 8/5 16
6. Grindavík 7/6 14
7. Þór Þ. 6/7 12
8. ÍR 5/8 10
9. Valur 4/9 8
10. Haukar 4/9 8
11. Skallagrímur 2/11 4
12. Breiðablik 1/12 2