Fyrirliðinn okkar Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Tindastól í gærkvöldi með mögnuðum flautuþrist. Lokatölur 107-108. Mario Matasovic og Jón Arnór Sverrisson voru báðir með 25 stig í leiknum og það vantaði ekki dramatíkina í þennan framlengda spennuslag.
Mario var með 25 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar og Jón Arnór var sömuleiðis magnaður en hann kom inn af bekknum og skilaði 28 mínútum með 25 stig, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Stóru mennirnir okkar Hester, Mario og Ólafur Helgi fengu allir fimm villur í leiknum en okkar menn létu það ekki á sig fá og kláruðu verkefnið! Hester var með 15 stig, 7 fráköst og 3 stolna bolta í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir miðlanna um leikinn í gær:
VF.is: Logi með flautukörfu og Grindavík vann í Þorlákshöfn?
https://www.vf.is/ithrottir/logi-med-flautukorfu-og-grindavik-vann-i-thorlakshofn
Karfan.is: Logi skellti Stólunum
https://www.karfan.is/2021/01/logi-skellti-stolunum/
Vísir.is: Umfjöllun: Tindastóll – Njarðvík 107-108 | Logi hetjan með flautuþrist
https://www.visir.is/g/20212061213d/um-fjollun-tinda-stoll-njard-vik-107-108-logi-hetjan-med-flautu-thrist
Vísir.is: Sjáðu magnaðan flautuþrist Loga í lýsingu Rikka G
https://www.visir.is/g/20212061930d/sjadu-magnadan-flautu-thrist-loga-i-lysingu-rikka-g
Mbl.is: Stórkostleg flautukarfa Loga réði úrslitum
https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2021/01/17/storkostleg_flautukarfa_loga_redi_urslitum/
RÚV.is: Flautukarfa Loga tryggði Njarðvík sigur í Síkinu
https://www.ruv.is/frett/2021/01/18/flautukarfa-loga-tryggdi-njardvik-sigur-i-sikinu
Mynd með frétt/ Hjalti Árna – Karfan.is: Logi setur lokaskotið á loft í gær og það söng í netinu!