Lokadagur Icelandic Glacial mótsinsPrenta

Körfubolti

Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fyrri viðureign dagsins er leikur Grindavíkur og Keflavíkur sem hefst kl. 18.00 en kl. 20.30 mætast okkar menn í Njarðvík og heimamenn í Þór Þorlákshöfn.

Zvonko Buljan leikur sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld og þá verður Rodney Glasgow í hópnum á nýjan leik en hann var að glíma við nárameiðsli á dögunum og lék ekki í síðasta leik gegn Keflavík úti í Þorlákshöfn. Maciej Baginski meiddist í síðasta leik og verður ekki með í kvöld en þjálfarar liðsins vonast til þess að hann verði kominn á gott ról eftir helgi.

Með lokaleik Njarðvíkur og Þórs í kvöld lýkur undirbúningstímabilinu og Domino´s-deildin hefur göngu sína þann 1. október þegar Njarðvíkingar mæta KR í DHL-Höllinni í fyrstu umferð deildarinnar.