Lokahóf Knattspyrnudeildar fyrir tímabilið 2024 var haldið um helgina þar sem leikmenn, stjórn og stuðningsmenn komu saman að fagna flottum árangri sumarsins.
Joao Ananias var verðlaunaður fyrir 50 leiki fyrir Njarðvík og fyrirliðinn, Kenny Hogg sömuleiðis fyrir 200 leiki auk þess að hafa orðið markahæsti leikmaður í sögu félagsins í sumar.
Dominik Radic hlaut gullskóinn fyrir að vera markahæsti leikmaður sumarsins í deild, með 11 mörk.
Besti leikmaður tímabilsins valinn af leikmönnum, stjórn og þjálfurum var Aron Snær Friðriksson sem stóð vaktina í marki Njarðvíkur í sumar í 20 leikjum af 22.
Í þeim leikjum hélt hann markinu sínu hreinu alls 7 sinnum auk þess að hafa varið marg oft stórglæsilega.
Freysteinn Ingi Guðnason var síðan valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins, og hlaut Mile bikarinn eftir flotta frammistöðu á sínu á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki, þrátt fyrir ungan aldur.
Á tímabilinu byrjaði hann 5 af 19 leikjum sem hann tók þátt í og gerði 1 mark, auk þess að sína ansi oft mjög lipra takta.
Arnar Helgi Magnússon fékk síðan sérstök aukaverðlaun stjórnar fyrir flotta frammistöðu sína á tímabilinu.
Veittur var blaðamannabikar Njarðvíkur og fékk Stefán Marteinn Ólafsson frá fotbolti.net hann að þessu sinni.
Við þökkum leikmönnum, stjórn og stuðningsmönnum kærlega fyrir tímabilið, og eins og má sjá á fréttum síðustu daga er vinna fyrir það næsta strax hafin!
Áfram Njarðvík!