Lokahóf unglingaráðs verður fimmtudaginn 26. maí nk. í Ljónagryfjunni kl. 18:00. Þar fá yngri iðkendur viðurkenningarskjal fyrir þátttöku á tímabilinu auk þess sem verðlaunaafhending fer fram hjá iðkendum sem taka þátt í Íslandsmóti. Einnig verða veittir Elvars og Áslaugar bikararnir.
Í lokin verður öllum iðkendum og foreldrum þeirra boðið uppá pylsu, svala og súkkulaði.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Bestu kveðjur,
Unglingaráð KKD Njarðvík